Fréttir

23. september 2014

Verðathugun PFS: Öll íslensk fjarskiptafyrirtæki með reikiverð innan marka

Póst- og fjarskiptastofnun hefur gert athugun á því hvort íslensk fjarskiptafyrirtæki hafi lagað verðskrá sína að gildandi reglugerð ESB um hámarksverð á farsíma- og netlyklanotkun milli landa í Evrópu. Reglugerðin gildir á EES svæðinu. Þann 1. júlí sl. tóku gildi ný hámarksverð til neytenda fyrir reiki innan Evrópu. Verðþökin eru samkvæmt reglugerð ESB sem hefur verið innleidd í EES samninginn sem Ísland er aðili að. Því gildir reglugerðin einnig fyrir íslenska neytendur. Hámarksverð á reikiþjónustu hafa verið lækkuð í þrepum allt frá árinu 2007 þegar fyrsta reglugerðin tók gildi. Til að byrja með voru eingöngu sett verðþök á símtöl en æ fleiri þættir reikiþjónustu hafa bæst við, nú síðast gagnamagnsnotkun sem bættist við með reglugerð sem tók gildi í júlí 2012. Síðan þá hafa verðþökin verið lækkuð jafnt og þétt þar til í sumar þegar eftirfarandi verð tóku gildi. Þau verða óbreytt þar...
17. september 2014

PFS kallar eftir samráði um gjaldskrá og skilmála Mílu fyrir lén og tengiskil vegna samtenginga og VDSL+ fyrirtækjatengingar

Með ákvörðun PFS nr. 13/2014, dags. 30. júní sl., veitti PFS Mílu heimild til að hefja veitingu nýrra tegunda bitastraumsþjónustu áður en endanleg ákvörðun PFS um skilmála og verð fyrir þjónustuna lægi fyrir. Nánar tiltekið er um að ræða breytingar á viðmiðunartilboði félagsins um bitastraumsaðgang að því er varðar aðgang að VDSL+ fyrirtækjatengingum vegna aðgangsleiða 1 og 3 annars vegar og hins vegar aðgang að lénum og tengiskilum vegna samtengingar fjarskiptafyrirtækja við xDSL og GPON kerfi Mílu vegna aðgangsleiðar 3. Um er að ræða nýja viðauka við umrætt viðmiðunartilboð, þ.e. viðauka 6, 7A og 7B. Fram kom í framangreindri ákvörðun PFS að þau verð sem um ræddi í fyrirhuguðum viðaukum við umrætt viðmiðunartilboð skyldu gilda sem bráðabirgðaverð þar til endanleg verð hefðu verið ákvörðuð af PFS og skyldi uppgjör vegna hugsanlegs verðmismunar fara fram innan mánaðar frá því að sú ák...
15. september 2014

Ákvörðun PFS vegna ólögmæts framsals og óheimillar notkunar á númerum IceCell ehf.

Þann 30. apríl 2014 barst Póst- og fjarskiptastofnun ábending um að farsímanúmeraraðirnar 652 XXXX og 642 XXXX, sem árið 2007 var úthlutað til IceCell ehf., kt. 420407-0330, hafi með tilkynningu til valdra aðila innan GSMA (fr. Groupe Speciale Mobile Association) verið færðar yfir á nafn og kennitölu iCell ehf., kt. 540710-1200. Átti þetta jafnframt við um talsímanúmeraröðina 536 XXXX sem auk þess var tilkynnt fyrir farsímaþjónustu. Þá liggur fyrir að Icecell ehf. hefur ekki greitt lögboðin afnotagjöld af framangreindum númerum síðastliðin ár. Með ákvörðun sinni í dag nr. 22/2014 kemst Póst- og fjarskiptastofnun að þeirri niðurstöðu að IceCell ehf., kt. 420407-0330, hafi brotið alvarlega gegn lögum um fjarskipti nr. 81/2003 með því að framselja tiltekin númeraréttindi til fjarskiptafyrirtækisins iCell ehf. kt. 540710-1200.
Tungumál - Enska Leita