Fréttir

19. nóvember 2014

Samráð við ESA um gjaldskrá og skilmála Mílu fyrir lén og tengiskil vegna samtenginga og VDSL+ fyrirtækjatengingar

Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun um gjaldskrá og skilmála Mílu ehf. fyrir lén og tengiskil vegna samtenginga og VDSL+ fyrirtækjatengingar til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Með ákvörðun PFS nr. 13/2014 , dags. 30. júní sl., veitti PFS Mílu heimild til að hefja veitingu nýrra tegunda bitastraumsþjónustu áður en endanleg ákvörðun PFS um skilmála og verð fyrir þjónustuna lægi fyrir.
19. nóvember 2014

Leiðbeiningar um uppbyggingu ljósleiðaraneta og ríkisaðstoðarreglur EES

Innanríkisráðuneytið hefur nú birt á vef ráðuneytisins leiðbeiningar fyrir sveitarfélög og aðra opinbera aðila vegna uppbyggingar ljósleiðarakerfa. Fól ráðuneytið Póst- og fjarskiptastofnun að útbúa leiðbeiningar en þær fela í sér upplýsingar um regluverk EES-samningsins á sviði samkeppni og ríkisaðstoðar, tæknikröfur, upplýsingar um kröfur í útboðum ásamt fyrirmynd að útboðsgögnum og að samningi við fjarskiptafyrirtæki um tengingu og rekstur ljósleiðarakerfa.
19. nóvember 2014

Mílu heimilað að innleiða vigrunartækni á Ljósveitutengingum félagsins

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 29/2014 sem heimilar Mílu að gera breytingu á viðmiðunartilboði sínu um bitastraumsaðgang vegna fyrirhugaðrar vigrunar á VDSL tengingum félagsins. Hér er um að ræða það sem félagið nefnir Ljósveitutengingar Mílu. Umræddar breytingar skulu birtast sem viðbót við umrætt viðmiðunartilboð sem verður viðauki 2a og hefur að geyma upplýsingar um tæknilega útfærslu vigrunar.
Tungumál - Enska Leita