Fréttir

21. október 2014

Íslenskur fjarskiptamarkaður í tölum – ný tölfræðiskýrsla PFS

Tvisvar á ári safnar Póst- og fjarskiptastofnun upplýsingum frá skráðum fjarskiptafyrirtækjum hér á landi um ýmsar stærðir í rekstri og þjónustu á sviði fjarskipta. Upp úr þeim tölum vinnur stofnunin tölfræðiskýrslur sem sýna upplýsingar um helstu stærðir og fyrirtæki á íslenskum fjarskiptamarkaði. Markmiðið er að bæta upplýsingagjöf og auka gagnsæi á þessum markaði og eru skýrslur PFS í samræmi við þær skýrslur sem systurstofnanir PFS í nágrannalöndum okkar gefa út. Skýrslan sem nú er birt sýnir tölfræði um fjarskiptamarkaðinn á fyrri helmingi ársins 2014. Hún inniheldur tölulegar upplýsingar um helstu þætti á markaðnum á fyrri hluta ársins og samanburð við stöðuna á fyrri hluta áranna á undan. Skýrslunni er skipt upp eftir fastanetinu, farsímanetinu, internetinu og veltu og fjárfestingu á fjarskiptamarkaði.
14. október 2014

Sending smáskilaboða af „Mínum síðum“ Vodafone fellur undir fjarskiptalög

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 1/2014 um afmörkun gildissviðs fjarskiptalaga vegna vefsvæðis Fjarskipta hf. (Vodafone). Upphaf málsins má rekja til innbrots sem varð í vefsvæði Vodafone aðfaranótt 30. nóvember 2013 þar sem gögnum var stolið og þau svo birt opinberlega á internetinu. Í kjölfarið hóf Póst- og fjarskiptastofnun athugun á öryggisatvikinu og óskaði eftir frekari upplýsingum um þau gögn sem stolið var, viðmót vefsvæðisins o.fl. Vodafone andmælti því að valdsvið PFS næði yfir vefsvæði þess og þá þjónustu sem þar væri veitt. PFS tók því sérstaka ákvörðun þess efnis að sending smáskilaboða af „Mínum síðum“ félagsins félli innan gildissviðs fjarskiptalaga og væri þar með innan valdsviðs stofnunarinnar þar sem um væri að ræða almenna fjarskiptaþjónustu sem félagið veitti á almennu fjarskiptaneti sínu. Umrædd ákvörðun...
14. október 2014

Samráð við ESA um heimild Mílu til að innleiða vigrunartækni á Ljósveitutengingum félagsins

Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun um breytingu á viðmiðunartilboði Mílu um bitastraumsaðgang vegna fyrirhugaðrar vigrunar á VDSL tengingum félagsins til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Hér er um að ræða það sem félagið nefnir Ljósveitutengingar Mílu. PFS hyggst samþykkja beiðni Mílu um viðbót við umrætt viðmiðunartilboð sem yrði viðauki 2a og hefði að geyma upplýsingar um tæknilega útfærslu vigrunar. Vigrun (e. vectoring) er tækni sem minnkar milliheyrsluvandamál (e. crosstalk) í VDSL kerfum sem breidd eru út í götuskápa og eykur þar með afkastagetu VDSL tenginga. Til að stuðla að VDSL væðingu í hinum dreifðari byggðum kvað PFS á um það í ákvörðun nr. 21/2014 að fjarskiptafyrirtæki gætu tryggt sér þriggja mánaða forgangsrétt að hluta heimtaugar (oftast götuskápum) að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Ákveði Míla að nýta sér umræddan forgangsrétt þarf félagið að t...
Tungumál - Enska Leita