Póst og fjarskiptastofnun

Túngumál EN
Heim

Jarðvegsframkvæmdir sem nýst geta fjarskiptafyrirtækjum

Hér fyrir neðan eru dagsettar tilkynningar frá veitufyrirtækjum um fyrirhugaðar jarðvegsframkvæmdir sem nýst geta fjarskiptafyrirtækjum.

Tilkynningarnar eru í samræmi við 3. - 5. mgr. 36. gr.fjarskiptalaga nr. 81/2003 sbr. lög nr. 62/2012 um breytingar á þeim lögum. 


Janúar 2019

Logo_LandsnetNeskaupstaðarlína 2, nýr jarðstrengur á milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar er nú í undirbúningi hjá Landsneti. 
Jarðstrengurinn er 66 kV og um 17 km langur og mun liggja frá tengivirki á Eskifirði um Norðfjarðargöng og með Norðfjarðarvegi að tengivirki á Neskaupstað.

Áætlað er að jarðvinna og strenglagning verði boðin út fyrrihluta árs 2019 og að lagningu hans ljúki síðari hluta árs 2019.

Nánari upplýsingar veitir Sverrir Ingi Sverrisson, Landsneti (sis@landsnet.is).

Desember 2017

Logo_LandsnetSauðárkrókslína 2, nýr jarðstrengur milli Varmahlíðar og Sauðárkróks, er nú í undirbúningi hjá Landsneti. Jarðstrengurinn er 66 kV og um 23 km langur og mun liggja frá tengivirki við Varmahlíð að tengivirki við Sauðárkrók, að hluta til meðfram núverandi háspennulínu Sauðárkrókslínu 1 og að hluta meðfram Skagafjarðarbraut.

Áætlað er að jarðvinna og strenglagningin verði boðin út fyrri hluta árs 2018 og að lagningu hans ljúki síðari hluta árs 2019, sjá nánar á heimasíðu Landsnets.

Nánari upplýsingar veitir Jens Kristinn Gíslason, Landsneti (jensk@landsnet.is).

 

 


 

Nóvember 2016 

''

Landsnet undirbýr Grundarfjarðarlínu 2

Grundarfjarðarlína 2, ný jarðstrengstenging milli Grundarfjarðar og Ólafsvíkur, er nú í undirbúningi hjá Landsneti. Jarðstrengurinn er 66 kV og um 26 km langur og mun liggja frá tengivirki við Grundarfjörð að tengivirki við Ólafsvík, að mestu meðfram vegum og reiðstígum sem fyrir eru á svæðinu.

Áætlað er að jarðvinna og strenglagningin verði boðin út fyrri hluta árs 2017 og að lagningu hans ljúki fyrir árslok 2017, sjá nánar á heimasíðu Landsnets.

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kristjánsson, Landsneti (gudmundurk@landsnet.is).

 

 


 

Maí 2016

''   

Jarðstrenglagnir RARIK árið 2016

Á vefsíðu RARIK má sjá lista yfir helstu jarðstrenglagnir RARIKS árið 2016.

Sjá https://rarik.is/frettir/frettir/helstu-verkefni-i-jarstrengvaeingu-ari-2016

 


 7. apríl 2015

 

''

Tilkynning frá Mílu um fyrirhugaðar framkvæmdir

Míla hefur tilkynnt Póst- og fjarskiptastofnun fyrirhugaðar lagna- og jarðvinnuframkvæmdir sem felur einnig í sér útbreiðsluáætlun Ljósveitu á Dalvík. Nánari upplýsingar um hinar fyrirhuguðu framkvæmdir er að finna á vef Mílu.

 


 

10. desember 2014

Landsnet undirbýr Fitjalínu 2

Fitjalína 2, ný jarðstrengstenging milli Njarðvíkur og Helguvíkur, er nú í undirbúningi hjá Landsneti. Jarðstrengurinn er 132 kV, um 9 km langur og mun liggja frá tengivirki við Fitjar að nýju tengivirki við Helguvík.

Áætlað er að jarðvinna og strenglagningin verði boðin út fyrri hluta árs 2015 og að lagningu strengsins ljúki fyrir árslok 2015, sjá nánar á heimasíðu Landsnets.

Nánari upplýsingar veitir Ingólfur Eyfells, Landsneti ( eyfells@landsnet.is).

 


9. júlí 2014

Landsnet undirbýr Hellulínu 2

Hellulína 2, ný jarðstrengstenging milli Hellu og Hvolsvallar, er nú í undirbúningi hjá Landsneti. Jarðstrengurinn er 66 kV, um 13 km langur og mun liggja frá tengivirki við Hellu að tengivirki við Hvolsvöll, meðfram þjóðvegi 1.

Áætlað er að jarðvinna og strenglagningin verði boðin út fyrri hluta árs 2015 og að lagningu hans ljúki fyrir árslok 2015, sjá nánar á heimasíðu Landsnets

Nánari upplýsingar veitir Unnur Helga Kristjánsdóttir, Landsneti (unnur@landsnet.is ).20. maí 2014

Landsnet undirbýr Selfosslínu 3

Selfosslína 3, ný jarðstrengstenging milli Selfoss og Þorlákshafnar, er nú í undirbúningi hjá Landsneti. Jarðstrengurinn er 66 kV og um 28 km langur og mun liggja frá tengivirki við Selfoss að tengivirki við Þorlákshöfn, að mestu meðfram vegum sem fyrir eru á svæðinu.

Áætlað er að jarðvinna og strenglagningin verði boðin út fyrri hluta árs 2015 og að lagningu hans ljúki fyrir árslok 2015, sjá nánar á heimasíðu Landsnets.

Nánari upplýsingar veitir Unnur Helga Kristjánsdóttir, Landsneti (unnur@landsnet.is).

 


 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Afhverju ekki?