Hoppa yfir valmynd
Tungumál EN
Heim

Ákvörðun PFS nr. 10/2015

PFS samþykkir nýja heildsölugjaldskrá Símans fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili og fyrirtæki

1. júní 2015

Með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 10/2015 samþykkir stofnunin kostnaðargreiningu Símans hf. á heildsöluverðum fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili og fyrirtæki með þeim breytingum sem mælt er fyrir um í ákvörðun stofnunarinnar.
Kostnaðargreining Símans fyrir aðgang að talsímaneti félagsins byggir á þeim kvöðum sem lagðar voru á fyrirtækið með ákvörðun PFS nr. 8/2013.
Samkvæmt endurskoðaðri kostnaðargreiningu Símans þá eru helstu verðbreytingarnar fyrir fast forval og einn heilstæðan reikning (FFER) þær að aðgangsgjald að símstöð fyrir POTS port hækka um 1,6%, aðgangsgjald að símstöð fyrir ISDN port hækkar um 2,5% og ISDN stofntengingar (30 rásir) hækka um 3,9%.

Endurskoðuð gjaldskrá er birt í heild í viðauka I sem fylgir meðfylgjandi ákvörðun og mun gjaldskráin taka gildi frá og með 1. júlí n.k.
Frumdrög að ákvörðun voru lögð fyrir hagsmunaaðila til samráðs hér á vef stofnunarinnar þann 22. desember 2014. Athugasemdir bárust frá Hringiðunni ehf. og Símafélaginu ehf. Í viðauka II (sjá neðar) er að finna samantekt þeirra athugasemda sem bárust í innanlandssamráðinu og niðurstöður vegna þess.

Drög að ákvörðuninni, voru send Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og öðrum eftirlitsstofnunum á EES-svæðinu til samráðs þann 24. apríl sl. Athugasemdir ESA hafa nú borist og gerði stofnunin ekki efnislegar athugasemdir við ákvörðunardrög PFS. Athugasemdir ESA má finna í viðauka III (sjá skjölin hér fyrir neðan).

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?Nei
Takk fyrir

Ábending þín er móttekin

Af hverju ekki?