Hoppa yfir valmynd

Póst- og fjarskiptastofnun samþykkir umsókn Neyðarlínunnar um framlag úr jöfnunarsjóði

Tungumál EN
Heim

Póst- og fjarskiptastofnun samþykkir umsókn Neyðarlínunnar um framlag úr jöfnunarsjóði

20. júní 2007

Póst- og fjarskiptastofnun hefur samþykkt umsókn Neyðarlínunnar hf. um framlag úr jöfnunarsjóði fyrir árið 2007 að upphæð kr. 29.688.000.

Jöfnunarsjóður er í vörslu Póst- og fjarskiptastofnunar en er aðskilinn frá fjárhag stofnunarinnar og því getur greiðsla úr sjóðnum ekki verið meiri en sem nemur inneign  á hverjum tíma.

 

Í ákvörðun PFS segir m.a. að umsókn Neyðarlínunnar um framlag úr jöfnunarsjóði byggist á útreikningum á því hvaða kostnaður teljist heyra undir alþjónustukvöð félagsins, þ.e. að sinna innhringisímtölum í neyðarnúmerið 112. Kostnaður vegna svörunar og áframsendingar slíkra símtala hefur verið greiddur úr jöfnunarsjóði, en ekki annar kostnaður vegna slíkra símtala, svo sem úrvinnsla símtals, boðun viðbragðsaðila og önnur þjónusta tengd símtali og skráning símtals. Dómsmálaráðuneytið hefur með fjárframlögum tryggt Neyðarlínunni fjármögnun þess hlutar neyðarsímsvörunar sem ekki hefur verið fjármagnaður af jöfnunarsjóði. Þar að auki hefur Neyðarlínan tekjur af seldri þjónustu sem ekki tengist neyðarsímsvörun eins og þjónustu við öryggisfyrirtæki.

 

Póst- og fjarskiptastofnun fellst á að leggja þá útreikninga sem Neyðarlínan hefur látið gera á nýtni neyðarborða, nú síðast í ársbyrjun 2006, til grundvallar ákvörðun um fjárhæð jöfnunarsjóðsframlags félagsins.

  Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar varðandi umsókn Neyðarlínunnar hf. um framlag úr jöfnunarsjóði fyrir árið 2007 (Ákvörðun nr. 11/2007)

Til baka