Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir nýju samráði um notkun NMT - 450 tíðnisviðsins á Íslandi

Túngumál EN
Heim

PFS kallar eftir nýju samráði um notkun NMT - 450 tíðnisviðsins á Íslandi

18. desember 2008

Póst - og fjarskiptastofnun hefur ákveðið að leita umsagnar hagsmunaaðila á fjarskiptamarkaðnum um framtíðarnotkun á NMT 450 tíðnisviðinu. Tíðnisviðinu hafði verið úthlutað til Nordisk Mobil Ísland en leyfið hefur nú verið afturkallað þar sem ekki var staðið við þau skilyrði sem sett voru í leyfinu.
Samskonar samráðsferli fór fram í lok árs 2005 og byrjun árs 2006 og eru hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér niðurstöður úr því ferli og gera hugsanlegar athugasemdir við þær eftir því sem við á.

Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum við samráðsskjalið er til kl. 12:00 miðvikudaginn 31. desember 2008.

Senda skal umsagnir í tölvupósti til thorleifur(hjá)pfs.is

Samráðsskjal um notkun NMT-450 tíðnisviðsins á Íslandi - 18. desember 2008 (PDF)

Annað efni sem vísað er til í samráðsskjalinu:

 

 

Til baka