Hoppa yfir valmynd

PFS auglýsir uppboð á tíðniheimildum fyrir háhraða farnetsþjónustu, 4G

Túngumál EN
Heim

PFS auglýsir uppboð á tíðniheimildum fyrir háhraða farnetsþjónustu, 4G

17. desember 2012

Póst- og fjarskiptastofnun auglýsir nú uppboð á tíðniheimildum á tveimur tíðnisviðum, 800 MHz og 1800 MHz.  Um er að ræða fimm tíðniheimildir á hvoru tíðnisviði sem ætlaðar eru fyrir háhraða farnetsþjónustu (4G þjónustu).

Þann 29. október sl. kallaði stofnunin eftir samráði við hagsmunaaðila um drög að skilmálum vegna uppboðsins. Nokkrar athugasemdir bárust og sneru þær veigamestu að þeim útbreiðslu- og uppbyggingarkröfum sem settar voru fram í drögum að skilmálunum. Þá voru jafnframt gerðar athugasemdir er lutu að því hámarki tíðniréttinda sem aðili getur öðlast samtals á grundvelli uppboðsins, bæði á 800 MHz og 1800 MHz tíðnisviðinu.  Fór stofnunin yfir drögin með tilliti til þeirra athugasemda sem bárust og gerði nokkrar breytingar á skilmálunum í framhaldi af því.  Í niðurstöðuskjali samráðsins er farið yfir þær athugasemdir sem bárust og viðbrögð PFS. (Sjá PDF skjal - Niðurstöður samráðs)

Mun tíðniuppboðið fara fram rafrænt og hefst það á rafrænu uppboðssvæði PFS mánudaginn 11. febrúar nk. kl. 09:00.

Þeir aðilar sem hyggjast taka þátt í uppboðinu skulu skila inn útfylltu þátttökublaði, kvittun fyrir greiðslu þátttökugjalds og öðrum skráningargögnum samkvæmt skilmálum uppboðsins, til Póst- og fjarskiptastofnunar, Suðurlandsbraut 4, 108 Reykjavík, fyrir kl. 14:00 föstudaginn 11. janúar 2013

Sjá nánar:
Upplýsingar og skjöl varðandi uppboð PFS á á tíðniréttindum á 800 MHz og 1800 MHz tíðnisviðunum.

 

 

Til baka