Hoppa yfir valmynd

Dagur heimsfjarskipta og upplýsingasamfélagsins í dag

Tungumál EN
Heim
17. maí 2016

Í dag, 17. maí, er dagur Sameinuðu þjóðanna tileinkaður heimsfjarskiptum og upplýsingasamfélaginu. Á þessum degi árið 1865 var Alþjóðafjarskiptasambandið (ITU) stofnað var í París. Þá voru fjarskipti í formi símskeyta farin að breyta samskiptum manna í milli og þar sem tæknin tók ekki tillit til landamæra þurftu þjóðir að koma sér saman um fyrirkomulag skeytasendinga milli ríkja. Til að byrja með gerðu einstaka ríki samninga sín á milli, en árið 1865 tóku tuttugu Evrópuríki sig saman og gerðu með sér samning sem varð grunnurinn að þeirri stofnun sem í dag er Aljóðafjarskiptasambandið.

Í ár er kastljósinu beint sérstaklega að þeirri staðreynd að nú búa milljarðar manna um allan heim í umhverfi þar sem tengingar við snjalla internettækni er almenn og þróunin er hröð í átt að tæknimöguleikum sem fáir ímynduðu sér fyrir bara nokkrum árum. Hraðinn í tækniþróuninni gerir það svo að verkum að það verður sífellt meira áríðandi að gera þeim sem enn eru án tengingar við internetið kleift að tengjast því svo allir hafi möguleika til að nálgast þau samfélagslegu og hagrænu gæði sem því fylgja.

Þar er athyglinni ekki síst beint að þætti lítilla og miðlungsstórra fyrirtækja sem gegna lykilhlutverki í nýsköpun og sjálfbærni á þessu sviði, en um 90% fyrirtækja í heiminum falla undir það að teljast lítil eða meðalstór.

Sjá nánari upplýsingar um daginn á vefsíðu Alþjóðafjarskiptasambandsins (ITU)

 

 

Til baka