Þann 2. febrúar sl. efndi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til samráðs um þróun sjónvarpsmiðlunar og fjarskipta hér á landi. Stóð samráðið til 24. febrúar sl.
Samráðið kom til í tengslum við ágreining sem uppi hafði verið um túlkun fjölmiðlalaga nr. 38/2011, en samkvæmt VII. kafla laganna er PFS falið eftirlitshlutverk um framkvæmd flutningsréttarreglna og annarra tengdra atriða sem varða samskipti fjölmiðlaveitna og fjarskiptafyrirtækja. Af því tilefni taldi stofnunin mikilvægt að að leita sjónarmiða markaðsaðila almennt um þá þróun sem átt hefur sér stað í sjónvarpsdreifingu á undaförnum árum. Meðal þeirra atriða sem tekið hafa breytingum er framboð og aðgangur að ólínulegri myndmiðlun.
PFS lagði fram sjö tilteknar spurningar til samráðs. Spurningarnar vörðuðu samspil sjónvarpsmiðlunar- og fjarskiptamarkaða, m.a. með tilliti til sterkrar stöðu IPTV kerfa við dreifingu myndefnis hér á landi. Þá var m.a. óskað eftir svörum aðila við spurningunni um hvaða áhrif það gæti haft á þróun fjarskiptamarkaðarins að tiltekið sjónvarpsefni væri einskorðað við tiltekið fjarskiptanet og væri þannig ekki í boði á öðrum fjarskiptanetum.
Eftirtaldir 10 aðilar tóku þátt í samráðinu:
- Síminn
- GR
- Vodafone
- 365
- Nova
- Hringdu
- Símafélagið
- Hringiðan
- TSC
- Snerpa
Hér fyrir neðan er hægt að nálgast upphaflegt samráðsskjal, niðurstöður samráðsins í samandreginni útgáfu og einstök skjöl með svörum hvers aðila fyrir sig.
Niðurstöður samráðsins verða ekki notaðar með beinum hætti í máli því er varðar meint brot Símans á 5. mgr. 45. gr. fjölmiðlalaga og PFS er með til meðferðar. Niðurstaðan í því máli mun líta dagsins ljós á næstunni. Hins vegar hafa niðurstöðurnar sjálfstætt gildi sem slíkar og gefa góða mynd af núverandi stöðu sjónvarpsmiðlunar og fjarskipta hér á landi og mögulegri framtíðarþróun.
Samantekt PFS á svörum umsagnaraðila
Viðauki 2 - Svör Gagnaveitu Reykjavíkur
Viðauki 7 - Svör Símafélagsins
Viðauki 8 - Svör frá Hringiðunni
Til baka