Uppboði Póst- og fjarskiptastofnunar á tíðniheimildum á 700, 800, 2100 og 2600 MHz tíðniviðunum fyrir háhraða farnet, lauk í gær kl. 14:00, þegar fjórar uppboðsumferðir höfðu liðið án þess að ný boð kæmu fram.
Fjögur fyrirtæki tóku þátt í uppboðinu, þ.e. Fjarskipti hf. (Vodafone), Nova hf., Síminn hf. og Yellow Mobile BV. Boð komu fram í allar tíðniheimildirnar sem boðnar voru upp.
PFS mun nú fara yfir framkvæmd uppboðsins í samræmi við skilmála þess. Að jafnaði skal sá aðili sem hæsta boð átti í tíðniheimild fá henni úthlutað, leiði yfirferð stofnunarinnar á framkvæmd uppboðsins eða önnur málefnaleg sjónarmið ekki til annarrar niðurstöðu. Stofnunin stefnir að því að ljúka útgáfu heimilda innan þriggja vikna.
Heildarfjárhæð boða í allar tíðniheimildir var 159.800.000 ISK,- kr. Þessir fjármunir renna til fjarskiptasjóðs, að frádregnum afslætti af verði tíðniheimilda á 700 og 800 MHz. Samkvæmt skilmálum uppboðs er veittur afsláttur af verði þessara heimilda í samhengi við kröfur um útbreiðslu háhraða farneta til 99% byggðra svæða og uppbyggingu allt að 14 nýrra sendistaða utan byggða.
Niðurstöðu uppboðsins má sjá í eftirfarandi töflu:
Heimild nr. |
Stærð |
Tíðnisvið |
Hæsta boð |
Hæstbjóðandi |
A 700 |
2x10 MHz |
713-723 / 768-778 MHz |
35.000.000 ISK |
Síminn hf. |
B 700 |
2x10 MHz |
723-733 / 778-788 MHz |
35.000.000 ISK |
Síminn hf. |
C2 800 |
2x5 MHz |
791-796/832-837 MHz |
17.500.000 ISK |
Nova hf. |
D2 800 |
2x5 MHz |
796-801/837-842 MHz |
17.500.000 ISK |
Fjarskipti hf. |
E 2100 |
2x5 MHz |
1935 - 1940/ 2125 - 2130 MHz |
5.500.000 ISK |
Síminn hf. |
F 2100 |
2x5 MHz |
1970 - 1975/ 2160 - 2165 MHz |
5.500.000 ISK |
Fjarskipti hf. |
G 2100 |
2x5 MHz |
1975 - 1980/ 2165 - 2170 MHz |
5.500.000 ISK |
Nova hf. |
H 2600 |
2x20 MHz |
2500 - 2520 / 2620 - 2640 MHz |
10.000.000 ISK |
Síminn hf. |
I 2600 |
2x20 MHz |
2520 - 2540 / 2640 - 2660 MHz |
10.000.000 ISK |
Fjarskipti hf. |
J 2600 |
2x10 MHz |
2540 - 2550 / 2660 - 2670 MHz |
6.000.000 ISK |
Nova hf. |
K 2600 |
2x10 MHz |
2550 - 2560 /2670 - 2680 MHz |
6.000.000 ISK |
Nova hf. |
L 2600 |
2x10 MHz |
2560 - 2570 / 2680 - 2690 MHz |
6.300.000 ISK |
Yellow Mobile BV |
Frekari upplýsingar um uppboðið má nálgast hér:
Upplýsingar vegna tíðniuppboðs 22. maí 2017
Til baka