Hoppa yfir valmynd

Ísland í 1. sæti á heimsvísu í upplýsingatækni og fjarskiptum skv. skýrslu Alþjóðafjarskiptasambandsins.

Túngumál EN
Heim

Ísland í 1. sæti á heimsvísu í upplýsingatækni og fjarskiptum skv. skýrslu Alþjóðafjarskiptasambandsins.

15. nóvember 2017

Ísland er nú í efsta sæti þjóða heims á einkunnalista Alþjóðafjarskiptasambandsins í árlegri skýrslu sem birt var í dag um stöðu og þróun upplýsingasamfélagsins í heiminum.  Skýrslan, Measuring the Information Society Report 2017 var birt í dag. Skýrslan er nú birt í tveimur hlutum á vef Alþjóðafjarskiptasambandsins en hægt er að panta skýrsluna til að fá hana í einu lagi.

Í skýrslunni er ríkjum raðað á lista eftir einkunnum og niðurstöðum skv. mælikvörðum sem notaðir eru til að mæla stöðu og þróun upplýsingasamfélagsins. Einnig er birtur listi með heildareinkunnum ríkja, svokallaður IDI listi (ICT Development Index). Þar er 176 ríkjum um allan heim raðað í einkunnaröð og borið er saman við niðurstöður frá síðasta ári. 

Ísland var í 2. sæti á þessum lista á síðasta ári, en hefur nú skotist upp fyrir Suður-Kóreu sem hefur verið í efsta sætinu síðustu ár. Í þriðja sæti er Sviss og síðan kemur Danmörk í fjórða sæti.

Eitt af hlutverkum Alþjóðafjarskiptasambandsins er að fylgjast með stöðu og þróun fjarskipta í ríkjum heims og frá árinu 2009 hefur sambandið gefið út árleg skýrsla þar sem metin er staða upplýsingasamfélagsins í ríkjum heims.

Heildarniðurstöðurnar sýna stöðuga þróun upplýsingasamfélagsins í öllum löndunum á listanum, en mikill munur er þó bæði milli ríkja og svæða í heiminum.

Á vefsvæði Alþjóðafjarskiptasambandsins um skýrsluna er með aðgengilegum hætti hægt að nálgast skýrsluna í heild, skoða niðurstöður fyrir hvert land fyrir sig, og bera saman lönd og mismunandi svæði heimsins.  T.d. er hægt að velja einstök lönd og fá upplýsingasíðu með öllum niðurstöðum þess lands. Sjá t.d upplýsingasíðuna fyrir Ísland.

Sjá einnig fréttatilkynningu sambandsins vegna útgáfu skýrslunnar.

Hér fyrir neðan má sjá 20 efstu löndin á heildareinkunnalistanum og eins og sjá má eru Norðurlöndin öll þar á meðal.

 

20 efstu löndin á IDI einkunnalista Alþjóðafjarskiptasambandsins um stöðu upplýsingasamfélagsins

 

 

 

 

Til baka