Hoppa yfir valmynd

Samráð við ESA um viðbætur við viðmiðunartilboð Mílu og heildsölugjaldskrá fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3

Túngumál EN
Heim

Samráð við ESA um viðbætur við viðmiðunartilboð Mílu og heildsölugjaldskrá fyrir IP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3

21. nóvember 2017

Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun um skilmála og heildsölugjaldskrá Mílu ehf. (Míla) fyrir IP talsímaþjónustu (VoIP) á aðgangsleið 3 í samráð til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). 

Míla er í dag að bjóða VoIP þjónustu á aðgangsleið 1 en þessi þjónusta hefur ekki verið í boði á aðgangsleið 3. VoIP þjónusta tilheyrir heildsölumarkaði fyrir bitastraumsaðgang sem er markaður nr. 5 samkvæmt tilmælum ESA frá árinu 2008.

Meðfylgjandi drög að ákvörðun byggja á ákvörðun PFS nr. 21/2014 um útnefningu fyrirtækis með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumörkuðum heimtauga og bitastraums. 

Samkvæmt drögunum hyggst PFS samþykkja kostnaðargreiningu Mílu en niðurstaða greiningarinnar er að stofngjald fjarskiptafyrirtækis verður 1.073.280 kr. og mánaðargjald hverrar tengingar 233 kr. Í meðfylgjandi drögum eru tilgreindar þær forsendur sem liggja til grundvallar í kostnaðargreiningu Mílu og fyrirhugaðri niðurstöðu PFS.

Jafnframt hyggst PFS samþykkja breytingar á viðauka 5 við viðmiðunartilboð Mílu fyrir bitastraumsaðgang að því er varðar nýja grein nr. 6.2 um skilmála fyrir VoIP talsímaþjónustu á aðgangsleið 3. 

Drög að ákvörðun PFS um heildsölugjaldskrá fyrir VoIP á aðgangsleið 3 var send í innanlandssamráð þann 20. október og stóð samráðið til 9. nóvember. Þann 27. október efndi PFS svo til samráðs um drög að ákvörðun sinni um breytingar Mílu á skilmálum viðmiðunartilboðs um bitastraumsaðgang varðandi þessa þjónustu. Stóð það samráð einnig til 9. nóvember sl. Engar athugasemdir bárust í kjölfar umræddra samráða. PFS hefur tekið þá ákvörðun að sameina þessi tvö mál í ákvörðunardrögum þessum, enda eru málin náskyld.

Ákvörðunardrögin eru nú send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu til samráðs í dag með vísan til 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun og 7. gr. rammatilskipunar ESB nr. 2002/21/EB. Umræddir aðilar hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Eftir það getur PFS formlega tekið ákvörðun nema fram komi óskir frá ESA um að PFS dragi ákvörðunardrögin til baka. Ekki er gert ráð fyrir því að innlendir hagsmunaaðilar geri athugasemdir við ákvörðunardrögin að þessu sinni.

Eftirfarandi drög að ákvörðun PFS voru send ESA (pdf skjöl): 

Skjölin á íslensku: 

Skjölin á ensku:

 

 

 

Til baka