Hoppa yfir valmynd

PFS samþykkir gjaldskrá Mílu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína

Tungumál EN
Heim

PFS samþykkir gjaldskrá Mílu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína

29. maí 2018

Með ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) nr. 8/2018 samþykkir stofnunin kostnaðargreiningu Mílu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína.

Kostnaðargreiningu Mílu er skipt niður í helstu þjónustur Mílu á þessum markaði, þ.e. Ethernetþjónustu (á landshring og utan landshring), Hraðbrautir og aðrar leigulínur í Stofnneti. Þá hyggst Míla bjóða nýja þjónustu með Ethernetþjónustunni svokallað Sync-Ethernet.

Nýju heildsölugjaldskrá Mílu á þessum markaði má finna í viðauka I og tekur hún gildi þann 16. júní næstkomandi en Míla hefur þegar sent út tilkynningu um gildistökuna með tilskildum fyrirvara.

Á tímabilinu 14. febrúar til 14. mars sl. fór fram innanlandssamráð um niðurstöðu kostnaðargreiningar Mílu á þessum markaði. Engar athugasemdir bárust í samráðinu.

Drög að ákvörðuninni voru send Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og öðrum eftirlitsstofnunum á EES-svæðinu til samráðs þann 16. apríl sl. Athugasemdir ESA hafa nú borist og gerði stofnunin ekki efnislegar athugasemdir við ákvörðunardrög PFS. Athugasemdir ESA má finna í viðauka II (sjá skjölin hér fyrir neðan).

Ákvörðun PFS nr. 8/2018

Viðauki I

Viðauki II

 

Til baka