Hoppa yfir valmynd

Leiðbeiningar PFS um frágang og öryggi ljósleiðarastrengja

Tungumál EN
Heim
27. nóvember 2018

Póst- fjarskiptastofnun (PFS) hefur m.a. því hlutverki að gegna að stuðla því að heildstæði og öryggi almennra fjarskiptaneta sé viðhaldið. PFS hefur unnið að þessu verkefni með ýmsum hætti á undanförnum árum, m.a. með því að gefa út reglur sem þetta varða, t.d. um vernd persónuupplýsinga á almennum fjarskiptanetum og um vernd og virkni netanna, auk þess að framkvæma úttektir á grundvelli þeirra. Samkvæmt reglunum ber fjarskiptafyrirtækjum að skjalfesta öryggisskipulag sitt, m.a. með því að setja sér öryggisstefnu, framkvæma áhættumat og velja viðeigandi öryggisráðstafanir á grundvelli áhættumatsins.
  
Í ljósi þess að öryggi og heildstæði almennra fjarskiptaneta er á ábyrgð viðkomandi fjarskiptafyrirtækja má segja að stjórnvöld verði að fara varlega í það að setja fjarskiptafyrirtækjum bindandi reglur í þessum efnum. Það þýðir þó ekki að Póst- og fjarskiptastofnun geti ekki beitt sér fyrir því að gefa út leiðbeiningar sem stuðlað geta að auknu öryggi almennra fjarskiptaneta og þannig unnið að framgangi þess markmiðs sem stofnuninni er ætlað að ná.

Þann 29. október s.l. efndi PFS til opins samráðs við hagsmunaaðila um efni leiðbeininganna. Stofnuninni bárust enga athugasemdir við leiðbeiningardrögin.

Með tilliti til þessa hefur PFS nú gefið út óskuldbindandi leiðbeiningar um frágang og öryggi ljósleiðarastrengja. Þeim er ætlað að ná til lagningu ljósleiðaralagna í dreifbýli og á stofnleiðum. Þær fjalla um verklag og viðmið um öryggiskröfur allt frá undirbúningi ljósleiðaralagningar, á verktíma lagningarinnar og um frágang og verkskil við slíkar framkvæmdir. Um er að ræða atriði sem lúta að góðum venjum og starfsháttum við slíkar framkvæmdir (e. best practices).

 

Til baka