Hoppa yfir valmynd

Póst- og fjarskiptastofnun áformar úthlutun tíðniheimilda fyrir 5G þjónustu

Tungumál EN
Heim
20. desember 2019

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) efnir til opins samráðs við hagsmunaaðila varðandi fyrirætlun stofnunarinnar um að úthluta tíðniheimildum á 3,6 GHz tíðnisviðinu samkvæmt tilteknum forsendum og skilyrðum. Ætlunin er að gefa núverandi tíðnirétthöfum að tíðniheimildum fyrir 4G þjónustu (Símanum hf., Sýn hf. og Nova hf.) kost á, hverjum fyrir sig, að fá 100 MHz úthlutun.

Vegna aðstæðna og tiltekinna óvissuþátta er áformað að úthluta tíðniheimildunum eingöngu til skamms tíma eða til 31. desember 2021. Geti tíðnirétthafar 4G tíðniheimilda, sem sækja um úthlutun, sýnt fram á skilvirka notkun tíðninnar á þeim tíma, samkvæmt ákveðnum viðmiðum þar að lútandi, ráðgerir PFS að endurnýja gildistíma tíðniheimildanna til lengri tíma undir lok árs 2021.

Tíðnirétthöfum 4G tíðniheimilda, ásamt öðrum hagsmunaaðilum, gefst nú tækifæri til að veita  umsögn um áform og forsendur PFS. Frestur til að skila athugasemdum er veittur til 17. janúar 2020.

Samráðsskjal um úthlutun 5G tíðna (pdf) 

 

Til baka