Hoppa yfir valmynd

Ákvörðun PFS um viðmiðunartilboð og kostnaðargreiningu Símans fyrir smásölumarkaði talsímaþjónustu

Tungumál EN
Heim
20. júní 2011

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 19/2011 varðandi viðmiðunartilboð og kostnaðargreiningu Símans fyrir smásölumarkaði talsímaþjónustu.
Stofnunin samþykkti viðmiðunartilboð og kostnaðargreiningu verðskrár Símans með tilteknum breytingum.

Málið varðar fyrst og fremst verð og skilmála fyrir nýja aðgangsleið viðsemjenda Símans á heildsölustigi sem kveðið var á um í ákvörðun PFS nr. 30/2008. Um er að ræða aðgang fjarskiptafyrirtækja að talsímalínu hjá Símanum á heildsölustigi í formi eins heildstæðs reiknings fyrir bæði aðgangslínu að almenna talsímanetinu og fjarskiptanotkun.

Fjarskiptafyrirtæki sem veitir viðskiptavini sínum fjarskiptaþjónustu getur nú sent honum einn reikning fyrir bæði fjarskiptaþjónustuna og aðgangsgjald fyrir línuna sem Síminn hefur hingað til sent reikning fyrir. Umrætt fjarskiptafyrirtæki stendur síðan skil á aðgangsgjaldi fyrir línuna gagnvart Símanum. Með þessu er skorið á beint samband Símans við þá einstaklinga og fyrirtæki sem kaupa fjarskiptaþjónustu Símans í gegn um önnur fjarskiptafyrirtæki.   

Sjá ákvörðunina í heild:
Ákvörðun PFS nr. 19/2011 um viðmiðunartilboð og kostnaðargreiningu Símans á mörkuðum 1 og 2 (PDF)

 

Til baka