Hoppa yfir valmynd

Laust er til umsóknar starf sérfræðings í greiningardeild Póst- og fjarskiptastofnunar

Tungumál EN
Heim
5. ágúst 2011

Sérfræðingur
Leitað er að öflugum sérfræðingi til liðs við teymi starfsmanna greiningardeildar sem vinna náið saman að úrlausn verkefna sem lúta að viðskiptalegum þáttum eftirlits á póst- og fjarskiptamarkaði.

Helstu verkefni og ábyrgð
Kostnaðargreiningar og ýmis sérverkefni á verksviði deildarinnar ásamt stuðningi við störf annarra deilda. Verkefnin snúa m.a. að eftirliti með gjaldskrám og bókhaldslegum aðskilnaði fjarskiptafyrirtækja í samræmi við álagðar kvaðir PFS á fyrirtækin. Að jafnaði fela þessar kvaðir í sér að gert er ráð fyrir að kostnaðarviðmiðun gjaldskrár sé langtíma viðbótarkostnaður (LRIC) og að aðskilnaður einstakra rekstrareininga fyrirtækis byggi á kostnaðarverðsreikningsskilum.


Hæfnikröfur
Háskólapróf í viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði eða sambærileg menntun. Framhaldsnám eða starfsreynsla á sviði fjarskipta er kostur.
Reynsla í gerð ársreikninga, áætlanagerð fyrirtækja og reikningshaldi er æskileg og jafnframt er kostur ef umsækjandi hefur reynslu eða þekkingu í beitingu LRIC aðferðarinnar. Gott vald á íslensku og ensku, ríkuleg samskiptafærni og skipulögð vinnubrögð eru áskilin. Jafnframt geta til að vinna sjálfstætt sem og í hópi auk sveigjanleika og festu sem nauðsynleg er til að ná árangri í samskiptum við markaðsaðila á fjarskiptamarkaði

 

nánar

Til baka