Hoppa yfir valmynd

PFS birtir ákvörðun varðandi kostnaðargreiningu fyrir aðgang að talsímaneti Símans

Tungumál EN
Heim
27. júní 2011

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 21/2011 varðandi yfirferð stofnunarinnar á kostnaðargreiningu á heildsöluverðum Símans hf. fyrir aðgang að  föstu almennu talsímaneti fyrir heimili og fyrirtæki (markaðir 1-2).

Samkvæmt endurskoðaðri kostnaðargreiningu Símans hækka aðgangsgöld fyrir POTS port um 3,6% og  ISDN port um 3,4%, en ISDN stofntengingar (30 rásir) lækka um 13%.
Jafnframt eru ákvörðuð heildsöluverð fyrir aðgang að símstöð, fast forval og einn heilstæða reikning (FFER), auk ýmissa stofn- og þjónustugjalda. Sjá samantekt í viðauka sem fylgir ákvörðuninni. 

Sjá ákvörðunina í heild ásamt viðauka (PDF skjal):

Ákvörðun PFS nr. 21/2011
varðandi kostnaðargreiningu Símans hf. á heildsöluverðum fyrir aðgang að almennu talsímaneti fyrir heimili og fyrirtæki. (Markaðir 1-2)

 

 

Til baka