Hoppa yfir valmynd

PFS birtir ákvörðun um kostnaðargreiningu fyrir leigulínur

Tungumál EN
Heim
14. júní 2011

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 14/2011 varðandi kostnaðargreiningu Mílu ehf. á verðskrá fyrir leigulínur (markaðir 13-14).  Hin nýja verðskrá tekur gildi þann 1. ágúst nk. ásamt nýju fyrirkomulagi vegalengdarmælinga og afsláttarkjara.  Með ákvörðuninni er fyrirkomulagi um vegalegndarmælingar breytt þar sem miðað er við beina loftlínu í staða núverandi raunlínumælingar, sem  fækkar kílómetrum um að jafnaði 40% þegar kílómetragjöld eru reiknuð.

Núverandi afsláttarfyrirkomulag stofnlína Mílu verður lagt niður og þess í stað þess koma afsláttarflokkar sem byggja á samningslengd en ekki magni. Nýir afslættir verða 5%, 10% eða 15% miðað við að lengd samnings sé 2, 3 eða 5 ár hvert um sig, en hægt er að segja upp samningi á samningstíma með 2-4 mánaða fyrirvara eftir samningslengd. Þetta þýðir m.ö.o. að binditími er að hámarki 2-4 mánuðir miðað við 1-3ja ára samaninga.

Fast verð á mánuði hækkar fyrir sambönd 2 Mb/s og minni, en lækkar fyrir stærri sambönd. Almennt hækkar einingarverð á hvern km. en þegar tillit hefur verið tekið til beinlínumælinga þá hækka gjöld fyrir bandmjórri sambönd (2 Mb/s og minni), en bandbreið sambönd lækka og þá sérstaklega sambönd sem eru 155 Mb/s og stærri.
Þegar hins vegar hefur verið tekið tillit til nýrra afláttarkjara (5-15%) sem verða í boði í kjölfar ákvörðunarinnar þá geta verð lækkað í flestum tilfellum frá því sem nú er.

 Sjá ákvörðunina í heild:

Ákvörðun PFS nr. 14/2011 varðandi  kostnaðargreiningu Mílu ehf. á gjaldskrá fyrir leigulínur (markaðir 13-14) (PDF)

Til baka