Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir aukasamráði vegna viðmiðunartilboðs Mílu fyrir leigulínur

Túngumál EN
Heim

PFS kallar eftir aukasamráði vegna viðmiðunartilboðs Mílu fyrir leigulínur

27. ágúst 2010

Póst- og fjarskiptastofnun kallar eftir aukasamráði um viðmiðunartilboð Mílu á stofnlínumarkaði (markaður 14).  Er þetta vegna tillögu Mílu um breytingu á viðmiðunartilboðinu þar sem um er að ræða nýja þjónustu sem sérstaklega er sniðin að þörfum minni sveitafélaga þar sem Míla er ein á stofnlínumarkaði. Á þeim stöðum sem taldir eru upp í Viðauka 7 hér fyrir neðan, hyggst Míla bjóða  upp á gagnasambönd frá næsta hnútpunkti leigutaka að búnaði þeim sem tengist heimtaugum. Hin nýja verðskrá er viðbót við gildandi verðskrá Mílu.
Ekki liggur fyrir samþykki PFS á þessari nýju þjónustu Mílu á þessu stigi.

Frestur til að senda inn umsagnir og athugasemdir er gefinn til 14. september n.k.
Óskað er eftir að umsagnir, athugasemdir eða ábendingar verði sendar á rafrænu formi á netfangið fridrik(hjá)pfs.is, en jafnframt er óskað eftir að stofnunin fái send frumrit til skráningar.

Samráðsskjal: Viðauki 7 sérlausnir á etherneti (PDF)

 

Upphaflegt samráð í nóvember 2009
Upphaflegt samráð PFS við hagsmunaaðila um viðmiðunartilboð Símans og Mílu fyrir leigulínur var haft í nóvember 2009.  Er nú um að ræða nýjan viðauka við þau samráðsskjöl sem þar voru sett fram. Sjá frétt hér á vefnum frá 6. nóvember 2009:

PFS kallar eftir samráði við hagsmunaaðila um viðmiðunartilboð Mílu og Símans fyrir leigulínur

 

Til baka