Hoppa yfir valmynd

Ákvörðun PFS um framlengingu á MMDS tíðniheimild Fjarskipta ehf. (Vodafone).

Tungumál EN
Heim
22. júní 2011

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 18/2011 um framlengingu á MMDS tíðniheimild Fjarskipta ehf. (Vodafone). Er um að ræða tíðnileyfi, sem fyrirtækið (þá OgVodafone ehf., nú Fjarskipti ehf.) hefur haft leyfi fyrir frá árinu 2003, til reksturs stafræns sjónvarps á MMDS rásum (MMDS 2500-2684MHz).  

Tíðnileyfi þetta rennur út þann 27. júní 2011 og óskaði Fjarskipti ehf. (Vodafone) eftir því að Póst og fjarskiptastofnun (PFS) framlengdi tíðniheimildir félagsins vegna stafræns sjónvarps þannig að þær tíðniheimildir sem gilda annarsvegar á SV-horni (Suðurnes til Akraness) og hins vegar á Suðurlandi austur að Kirkjubæjarklaustri yrðu framlengdar um 9 ár, eða fram til ársins 2020.

Í ákvörðun stofnunarinnar er komist að þeirri niðurstöðu að gildistími MMDS tíðniheimildar Fjarskipta ehf. verði framlengdur til þriggja ára með möguleika á því að framlengja gildistímann lengur, m.t.t. til niðurstöðu samráðs um tíðnistefnu stofnunarinnar þar sem m.a verður kannað hvort eftirspurn er eftir 2.6 GHz tíðnisviðinu. Helgast þessi niðurstaða af því að umrætt tíðnisvið hefur verið skilgreint til nota sem framtíðar tíðnisvið fyrir fjórðu kynslóða farnetsþjónustu með samræmingarákvörðun ESB nr. 2008/477/EB. Telur Póst- og fjarskiptastofnun ákvörðunina taka mið af þeim markmiðum og verkefnum sem stofnuninni eru falin og að með henni sé gætt hófs hvað varðar tímalengd framlengingarinnar, þar sem hagsmunir og réttindi allra fjarskiptarekenda á íslenskum fjarskiptamarkaði eru hafðir að leiðarljósi með tilliti til framþróunar á markaði neytendum til hagsbóta.

Sjá ákvörðunina í heild:
Ákvörðun PFS nr. 18/2011 um framlengingu á MMDS tíðniheimild Fjarskipta ehf. (Vodafone). (PDF)

 


 

Til baka