Hoppa yfir valmynd

PFS efnir til aukasamráðs um markaðsgreiningu á markaði 7, heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum

Tungumál EN
Heim
18. febrúar 2010

Með bréfi til hagsmunaaðila, dags. 5. október 2009, efndi PFS til samráðs um frumdrög að markaðsgreiningu á markaði 7, heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum, skv. tilmælum Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) frá nóvember 2008. Athugsemdir bárust frá Samkeppniseftirlitinu og fjarskiptafélögunum Símanum, Vodafone, Nova og IMC. Umræddar athugasemdir eru margar hverjar mjög ítarlegar og hefur mikill tími farið í það hjá PFS að yfirfara þær og undirbúa svör stofnunarinnar við þeim í sérstökum viðauka sem sendur verður til ESA ásamt uppfærðum frumdrögum markaðsgreiningarinnar.

PFS hafa borist athugasemdir er snúa að skilgreiningu PFS á viðkomandi þjónustumarkaði sem stofnunin telur rétt að verða við.

Hér með er því kallað eftir frekara samráði um tiltekin atriði í upphaflegu frumdrögunum að markaðsgreiningu þessa markaðar.

Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til og með 26. febrúar n.k.  Þar sem um er að ræða afmarkað aukasamráð og mikilvægt er að málið tefjist ekki meira en orðið er verður ekki unnt að veita frekari frest.

Sjá nánar:  Aukasamráð um markaðsgreiningu á markaði 7, heildsölumarkaði fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum.

 

Til baka