Hoppa yfir valmynd

Netsíma-ráðstefna á vefnum

Tungumál EN
Heim

Netsíma-ráðstefna á vefnum

6. júní 2005

Allt efni ráðstefnunnar Netsími- ný tækifæri, sem Póst- og fjarskiptastofnun stóð fyrir á Grand-Hóteli 17. maí síðastliðinn er nú aðgengilegt á vefnum. Markmið ráðstefnunnar var að mynda umræðugrundvöll um nýjar talsímalausnir og skapa tengsl milli starfsmanna fjarskiptafyrirtækja, sérfræðinga og stjórnvalda. Vel tókst til, en um sjötíu manns sátu ráðstefnuna. Með því að gera allt efni ráðstefnunnar aðgengilegt geta enn fleiri haft gagn af þeim upplýsingum sem fram komu.

Sjá vefsíðu um ráðstefnuna.

Til baka