Póst og fjarskiptastofnun

Túngumál EN
Heim

Fjarskiptaáætlun samþykkt

13. maí 2005

Alþingi samþykkti 11.maí - á síðasta degi vorþings- nýja fjarskiptaáætlun fyrir tímabilið 2005-2010. Áætlunin var samþykkt með atkvæðum 56 þingmanna. 7 voru fjarverandi.
Þá náðist sátt um breytingar á frumvarpi til fjarskiptalaga, þannig að fjarskiptafyrirtæki verði gert að geyma upplýsingar um fjarskiptaumferð í hálft ár í staðinn fyrir heilt. Ágreiningur var um þá grein frumvarpsins sem veitti lögreglu heimild til að afla upplýsinga um eiganda símanúmers og notanda IP-talna. Ákveðið var að halda ákvæðinu inni vegna öryggissjónarmiða og fela Póst- og fjarskiptastofnun að setja um það reglur svo það stangaðist ekki á við persónurétt og rétt til friðhelgi einkalífs.
Sjá nýja fjarskiptaáætlun.

 

Til baka