Hoppa yfir valmynd

Fjögur fyrirtæki taka þátt í uppboði PFS á tíðniheimildum fyrir háhraða farnet á 700, 800, 2100 og 2600 MHz

Tungumál EN
Heim
8. maí 2017

Þann 22. maí nk. hefst rafrænt uppboð Póst- og fjarskiptastofnunar á tíðniheimildum fyrir háhraða farnet á 700, 800, 2100 og 2600 MHz.  Uppboðið var auglýst í apríl sl. og var gefinn frestur til 2. maí sl. til að skila inn þátttökubeiðnum og nauðsynlegum gögnum. Fjórir aðilar sendu inn þátttökubeiðni, þ.e. Fjarskipti ehf. (Vodafone), Nova ehf., Síminn hf. og Yellow Mobile B.V.
Stofnunin hefur nú farið yfir innsendar umsóknir og komist að þeirri niðurstöðu að þær uppfylli allar þau skilyrði sem sett eru fram í skilmálum uppboðsins.

Á grundvelli þess staðfestir PFS að eftirfarandi aðilar hafa fengið heimild til að taka þátt í rafrænu uppboði á tíðniheimildum á 700, 800, 2100 og 2600 MHz tíðnisviðunum sem hefst mánudaginn 22. maí kl. 10:00:

  • Fjarskipti hf. (Vodafone)
  • Nova hf.
  • Síminn hf.
  • Yellow B.V (aðeins heimilt að bjóða í 10 MHz á 2600 MHz tíðnisviðinu)

Sjá nánar á sérstakri upplýsingasíðu um uppboðið hér á vefnum

 

 

Til baka